Blanda í öðru sæti

Blanda skipar nú annað sæti á lista yfir aflahæstu laxveiðiár landsins, samkvæmt lista á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is. Í Blöndu höfðu veiðst 1786 laxar þegar listinn var uppfærður sl. miðvikudag.

Miðfjarðará er nú í 4. sæti með 1168 laxa og Laxá í Ásum í 7. sæti með 789 laxa. Nokkru neðar eru Vatnsdalsá með 489 laxa og Víðidalsá með 430 laxa.

Aðrar ár á Norðurlandi vestra sem komast á listann, sem telur 75 aflahæstu árnar, eru Svartá í A-Hún. með 190 laxa, Hrútafjarðará og Síká með 165 og Fljótaá með 91 lax.

Fleiri fréttir