Blóðugir og allsberir á reykfylltu sviðinu

Norðanpaunk hátíðin var haldin í fyrsta skiptið á Laugarbakka um verslunarmannahelgina. Aðsóknin á hátíðina var góð og á laugardeginum þurftu aðstandendur hátíðarinnar að senda út tilkynningu því ekki var hægt að taka við fleiri gestum. Feykir hafði samband við Árna Þorlák Guðnason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

Árni Þorlákur segir Norðanpaunk ævintýrið búið að vera frábært ferðalag. Alveg frá því að nokkrum vitleysingjum datt í hug að smala skrýtnustu og erfiðustu hljómsveitum landsins norður yfir heiðar um verslunarmannahelgi og þangað til að síðustu dósirnar voru týndar upp á tjaldstæðinu, en viðtalið í heild sinni má lesa í  Feyki vikunnar.

 

Fleiri fréttir