Brass Con Brio í Hólaneskirkju
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
18.09.2014
kl. 15.04
Sænska blásarasveitin Brass Con Brion heldur tónleika í Hólaneskirkju fimmtudaginn 18. september kl 17:30. Brass Con Brion er átta manna hljómsveit nemenda í Menningarskóla Växjöbæjar sem er vinabær Skagastrandar.
Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 15-18 ára og spila allt frá sígildri tónlist til popp og rokktónlistar. Þegar sveitin leikur rokktónlist sest einn af trompetleikurunum við trommusettið og gítarkennari skólans leikur á rafmagnsgítar.
„Hljómsveitin er í tónlistarferð til Íslands og gerði sér sérstaka ferð til vinabæjarins Skagastrandar til að halda tónleika,“ segir á vef Svf. Skagastrandar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.