Breytingar á ríkisstjórn tveir ráðherrar úr Norðvestur kjördæmi
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur tilkynnt breytingar á ríkisstjórn. Út fara þau Kristján Möller, Álfheiður Ingadóttir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Í þeirra stað koma Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson inn í ríkisstjórnina.
Jóhanna tilkynnti ákvörðun sína á þingflokksfundi og flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hótel Loftleiðum.
Klukkan 11:30 hefst ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn tekur formlega til starfa.
Ný ríkisstjórn er skipuð eftirfarandi ráðherrum:
Forsætisráðuneyti: Jóhanna Sigurðardóttir
Fjármálaráðuneyti: Steingrímur J. Sigfússon
Utanríkisráðuneyti: Össur Skarphéðinsson
Verðandi innanríkisráðuneyti (samgöngu- og dómsmálaráðuneyti): Ögmundur Jónasson
Verðandi velferðarráðuneyti (heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti): Guðbjartur Hannesson
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti: Árni Páll Árnason
Umhverfisráðuneyti: Svandís Svavarsdóttir
Menntamálaráðuneyti: Katrín Jakobsdóttir
Iðnaðarráðuneyti: Katrín Júlíusdóttir
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti: Jón Bjarnason
Til stendur að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti undir merkjum atvinnuvegaráðuneytis. Það gerist væntanlega á næsta ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.