Chili Burn- hvað er það??
Dyggir lesendur Fröken Fabjúlöss ættu að vera hægt og rólega farnir að átta sig á því að Fab er óðum að sigla inn á lendur sjálfsræktar og þyngdarlosunar þessa dagana og hefur verið að rannsaka þær grensur sem í boði eru á markaðnum bæði í æfingum og fæðubótaefnum.
Brennslutöflur eru eitt af því sem eru í offramboði hér á Íslandi, skipsfarmarnir af hinum og þessum töflum sem innihalda misholl efni til innbyrðingar, og brytjar margur Íslendingurinn þetta eins og Kandís. Lengi hefur Frökenin nú tekið þessar töflur með fyrirvara, en svo datt hún niður á algjörlega náttúrulega afurð- Chili Burn frá fyritækinu New Nordic- og ákvað að tékka betur á þessu.
Chili Burn fæst í Lyfju en Íslenska fyrirtækið Icecare flytur það inn. Það sem fangaði strax athygli Fabjúlösar við Chili Burn-ið er að það er náttúrulegt, en þeir faktorar í töflunum sem bústa upp brennslu eru Chili, grænt te og króm sem í sameiningu hjálpast að við að örva fitubrennslu líkamans. Töflurnar á alltaf að taka með mat og virknin er þríþætt: Það eykur brennslu, örvar meltingu og dregur úr sykurlöngun!
Eins og sjá má eru innihaldsefni Chili Burn náttúruleg
Það að töflurnar eru úr náttúrulegum efnum gerði það að verkum að Fröken Fabjúlöss ákvað að slá til og prófa þær! Nú er liðin vika síðan Frökenin fór að bryðja þessar töflur, 2 á dag, og ekki hægt að ætlast til þess af neinni vöru að sjáanlegur árangur sé farinn að gera vart við sig í holdarfari.
En ein breyting hefur smokrað sér aftan að Frökeninni, og tók hún ekki eftir því fyrr en hún fór að lesa sér almennilega til um virkni vörunnar... Málið er að sérstaklega seinni partinn og á kvöldin hefur bókstaflega sést í iljarnar á Fab inn í sukkskápa og ofan í nammiskálar og sykurþörfin nánast orðin þráhyggja. Eftir að dívan fór að borða Chili Burn hefur algjörlega verið slegið á þessa þörf, og svo hressilega að Frökenin tók ekki einusinni eftir því fyrr en hún sá að minnkandi sykurþörf er ein af virkninni og fór að hugsa til baka... Þetta blæs okkur hérna í heimshorni Fabjúlössmans von í brjóst og gefur okkur ástæðu til að áætla að eitthvað sé varið í þessar töflur!
Og nú hrekkur í gang smá tilrauna og reynslutímabil. Fröken Fab hefur semsagt ákveðið að gefa þessum töflum svona sirka 2-3 mánuði í inntöku og athuga hvort mælanlegur munur greinist á því tímabili. Eftir sirka mánuð mun hún birta fyrstu niðurstöður þar sem henni telst svo til að á þeim tíma ætti nú eitthvað að vera farið að gerast!
Á meðan lesendur Fabjúlöss bíða eftir fyrstu niðurstöðum er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Chili Burn HÉR
Þangað til næst- Ást og glimmer úr heimshorni Fabjúlössmans!