Covid-19 smit í Skagafirði

Nú hafa verið greind 22 tilfelli af Covid-19 á Norðurlandi vestra þar af hafa verið greind þrjú smit í Skagafirði á síðasta sólahring. Uppruni þessara smita eru utan héraðsins, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum á Norðurlandi vestra. Smitrakningu er lokið og hafa tengdir aðilar verið settir í sóttkví. Ekki er talin þörf á neinum frekari aðgerðum vegna þessa smita.

Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra vill áfram biðja almenning um að gæta að öllum reglum sem settar eru fram vegna þessa sjúkdóms og gæta vel að eigin sóttvörnum. Frekari upplýsingar má finna á covid.is.

Í dag, 29. mars, eru alls 1020 staðfest smit á landinu eftir 15484 sýnatökur, 883 eru í einangrun, 25 á sjúkrahúsi þar af 9 á gjörgæslu en 135 er bötnuð veikin. Alls eru 9531 einstaklingur í sóttkví en 4796 hafa lokið henni. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru tvö látin, eftir því sem fram kemur á covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir