Dekk fór undan rútu

Dekk fór undan rútu með rúmlega 40 farþegum innanborðs við Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu sl. laugardag. Það var fyrir snarræði rútubílstjórans að ekki fór verr en einn farþegi rútunnar sagðist í samtali við mbl.is hafa fundið rútuna hristast og því næst hafa séð eitt dekkið skoppa frá rútunni og niður brekku.

„Bílstjóranum tókst að stöðva rútuna og eru allir farþegar bifreiðarinnar ómeiddir auk bílstjórans. Fólkið er þó verulega skelkað eftir þessa lífsreynslu,“ segir í frétt mbl.is.

Önnur rúta sótti farþeganna og kannaði lögregla vettvang slyssins. Rútan skóf götuna þar sem dekkið vantaði og sá nokkuð á malbikinu að sögn farþegans.

Anna Scheving frá Hvammstanga tók meðfylgandi mynd.

Fleiri fréttir