Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmót
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
13.06.2014
kl. 15.10
Félagsmót Neista í Austur-Húnavatnssýslu og úrtaka fyrir Landsmót 2014, verður haldið á keppnisvelli félagsins laugardaginn 14. júní næstkomandi. Frá mótinu er greint á heimasíðu Neista.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
B-flokk gæðinga
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu)
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
Pollar (9 ára og yngri á árinu)
Tölt einn flokkur ( ath. ekki „Löglegt til úrtöku“ )
Á félagsmótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 10.júní á netfangið motanefndneista@gmail.com.