„Finnst mér hafa verið ætlað að koma hingað aftur“

Þórarinn Brynjar Ingvarsson snéri aftur á æskuslóðirnar á Skagaströnd nú á haustmánuðum eftir 27 ára fjarveru og hefur opnað veitingastaðinn Borgina. Hann segist spenntur yfir því að vera kominn aftur á Skagaströnd þar sem hann sleit barnskónum og gerði öll sín skammastrik, eins og hann orðar það, ekki síst vegna þess að nú geti hann gefið samfélaginu sem ól hann eitthvað til baka og orðið að góðu gagni. 

„Ég dáðist alltaf af því hvað allir voru sælir og glaðir þegar mamma var búin að gefa fólki að borða, ég hugsaði með mér: „Af hverju ekki að vera kokkur?“ Þessi gleði sem umlykur mann þegar maður sér fólk standa upp frá borðum og þakka fyrir sig,“ segir Þórarinn Brynjar m.a., en hann er í opnuviðtali Feykis í dag.

Fleiri fréttir