Föstudagsdagskrá Húnavöku 2014

Húnavaka 2014 hófst í gær, fimmtudaginn 17. júlí og stendur fram til sunnudags. Mikið líf og fjör var í gamla bænum á Blönduósi í gær og voru veitt umhverfisverðlaun Blönduósbæjar auk verðlauna fyrir frumlegasta og flottasta eftirréttinn í grillpartýinu. Nóg verður um að vera alla helgina í tilefni hátíðarinnar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Föstudagsdagskrá Húnavöku 2014:

Hestaleigan Galsi, opið alla helgina. Nánari upplýsingar og pantanir í síma: 692-0118.

08:00-21:00  Ljósmyndasýning í íþróttahúsinu (gengið inn um aðaldyr). Áhugaljósmyndararnir Róbert Daníel Jónsson, Daníel Máni Róbertsson, Bjarni Freyr Björnsson, Höskuldur Birkir Erlingsson og Lárus Bjarnason verða með ljósyndasýningu. Sýningin er sölusýning, verður prýdd fjölbreyttum ljósmyndum prentuðum á striga sem þeir félagarnir hafa tekið. Sýningin er opin alla Húnavökuna á opnunartíma Íþróttamiðstövarinnar.

10:00-17:00  Heimilisiðnaðarsafnið, vakin athygli á sérsýningu sumarsins "Sporin mín" eftir Þórdísi Jónsdóttur.

10:00-17:00  Laxasetur Íslands, lifandi sýning laxfiska. Mikið af flottu handverki til sölu.

11:00-17:00  Hafíssetrið, sýning um hafís í Hillebrandtshúsinu sem er eitt af elstu timburhúsum landsins.

12:00-18:00  Stóri fyrirtækjadagurinn - Allir velkomnir!

-Ístex, N1 píparinn, Bifr.verkstæði Blönduós, Ísgel, Ártak og Léttitækni taka á móti gestum frá kl. 12:00-17:00 á planinu við Efstubraut 2. Grill, hoppukastali, candy floss og fl.

-SAH Afurðir taka á móti gestum frá kl. 13:00-18:00 í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Grill, kynning á vörum og Húnavökutilboð á grillkjöti.

-Samkaup, heppnar fjölskyldur vinna kjúklingaveislu frá kl. 12:00, ýmis tilboð í gangi.

-Stígandi taka á móti gestum frá kl. 12:00-17:00.

-Vilkó taka á móti gestum frá kl. 13:00-18:00. Húnavökutilboð á vörum fyrirtækisins. Léttar veitingar í boði.

13:00-17:00  Textílsetur Íslands/Minjastofa Kvennaskólans, sýning á Minjastofu Kvennaskólans. Vatnsdæla á refli. "Lykkjurnar mínar" eftir Þórdísi Erlu Björnsdóttur. "Smásýning" eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur. Gallerý textíllistamanna.

14:00-17:00  Bókamarkaður í Héraðsbókasafninu.

15:00-22:00  Laser tag/Paint ball, aðgangseyrir í Paint ball: 4000 kr á mann (innifalið 100 kúlur). Laser tag: 2000 kr á mann (15 mínútúr).

17:30-19:00  Zumba partý í íþróttahúsinu, aðgangseyrir 1500 kr.

20:00-22:00  Kormákur/Hvöt - Léttir á Blönduósvelli, aðgangur ókeypis.

21:00-22:00  Fjölskylduball/tónleikar með Hvannadalsbræðrum í Félagsheimilinu, aðgangur ókeypis.

23:00-03:00  Stórdansleikur með Hvannadalsbræðrum í Félagsheimilinu. Aðgangseyrir 3000 kr. 16 ára aldurstakmark.

Fleiri fréttir