„Fótboltinn alltaf verið og mun alltaf vera mín uppáhalds íþrótt“

Carolyn Polcari er 24 ára leikmaður hjá Tindastóli sem kemur frá Richardson í Texas sem er úthverfi norður af Dallas í Bandaríkjunum. Þetta er annað sumarið sem Carolyn spilar með liði Tindastóls og hefur hún verið góð viðbót í liðið.

-Þegar ég var að spila með UAB þá kom stór hluti leikmannanna frá öðrum löndum allsstaðar af úr heiminum. Ég naut þess að heyra um þeirra menningu og hvernig þeir ólust upp við að spila fótbolta. Þegar ég lauk fyrsta árinu mínu í framhaldsskóla fór ég til Hollands til að spila með liði sem heitir SC Cambuur. Það var frábær reynsla og opnaði augu mín fyrir því að ferðast og spila fótbolta í öðrum löndum, segir Caroyl en viðtalið við hana er í nýjasta blaði Feykis sem kom út í dag.

Fleiri fréttir