Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Blönduósbæjar var haldinn sl. fimmtudag, þann 19. júní að Hnjúkabyggð 33. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins og var Valgarður Hilmarsson kosinn forseti sveitarstjórnar og mun hann gegna því embætti næsta árið. Anna Margrét Jónsdóttir var kjörin 1. varaforseti og Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti.  

Í byggðaráð Blönduósbæjar voru kjörnir þrír aðalfulltrúar; Zophonías Ari Lárusson, sem jafnframt var kjörinn formaður, Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður og Hörður Ríkharðsson. Kjörnir voru þrír varafulltrúar; Anna Margrét Jónsdóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Oddný María Gunnarsdóttir.

Kjör í nefndir Svf. Blönduósbæjar

Fræðslunefnd Blönduósbæjar

Aðalmenn:
Anna Kristín Davíðsdóttir af L-lista,
Helgi Haraldsson af L-lista,
Eva H. Pétursdóttir af L-lista,
Kristín Jóna Sigurðardóttir af J-lista,
Bergþór Pálsson af J-lista.

Varamenn:
Linda Sóley Guðmundsdóttir af L-lista,
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir af L-lista,
Guðmundur H. Jakobsson af L-lista,
Erla Ísafold Sigurðardóttir af J-lista,
Guðmundur Sigurjónsson af J-lista.

Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd

Aðalmenn:
Gerður Beta Jóhannsdóttir af L-lista,
Erna Björg Jónmundsdóttir af L-lista,
Kári Kárason af L-lista,
Erla Ísafold Sigurðardóttir af J-lista,
Pawel Mickiewicz af J-lista.

Varamenn:
Jóhann Sigurjón Jakobsson af L-lista,
Bóthildur Halldórsdóttir af L-lista,
Jakobína Halldórsdóttir af L-lista,
Ingibjörg Signý Aadnegard af J-lista,
Bergþór Pálsson af J-lista.

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd

Aðalmenn:
Valgarður Hilmarsson af L-lista,
Brynja Birgisdóttir af L-lista,
Jakob Jónsson af L-lista
Guðmundur Sigurjónsson af J-lista
Harpa Hermannsdóttir af J-lista

Varamenn:
Guðmundur Ingþórsson af L-lista
Anna Margret Sigurðardóttir af L-lista
Zophonías Ari Lárusson af L-lista
Oddný María Gunnarsdóttir af J-lista
Valdimar Guðmannsson af J-lista

Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar

Aðalmenn:
Gauti Jónsson af J-lista
Anna Margrét Jónsdóttir af L-lista
Þórður Pálsson af J-lista

Varamenn:
Þórarinn Bjarki Benediktsson af L-lista
Birna Ágústsdóttir af J-lista
Aðalbjörg Valdimarsdóttir af J-lista

Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar

Aðalmenn:
Páley S. Ragnarsdóttir af L-lista
Lúðvík Blöndal af L-lista
Árný Þóra Árnadóttir af J-lista

Varamenn:
Anna Margrét Jónsdóttir af L-lista
Helgi Haraldsson af L-lista
Valdimar Guðmannsson af J-lista

Deilt um laun sveitarstjóra

Valgarður Hilmarsson kynnti ráðningarsamning við Arnar Þór Sævarsson þar sem kveðið er á um launakjör, réttindi og skyldur bæjarstjóra. Fulltrúar J-listans sáu sér ekki fært að taka upplýsta afstöðu til ráðningarsamningsins þar sem samningurinn fylgdi ekki fundargögnum í fundarboði sem sent var út fyrir fundinn og vildu því fresta afgreiðslu málsins. Það var ekki samþykkt og lögðu þá fulltrúar J-lista fram eftirfarandi bókun:

„Það er mat fulltrúa J-lista að núverandi bæjarstjóri sé oflaunaður. það er enn fremur okkar skoðun að í nýliðnum kosningum hafi bæjarstjóri tekið sér stöðu með L-lista og sé því ekki bæjarstjóri allra Blönduósinga. Við greiðum því atkvæði gegn ráðningu hans sem sveitarstjóra“

Eftirfarandi bókun var þá lögð fram af L-lista:

„Fulltrúar L-listans ítreka að laun bæjarstjóra í fyrirliggjandi samningi eru sambærileg og gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum og hafa laun ekki hækkað frá síðasta kjörtímabili utan kjarasamningsbundinna hækkana. Þá mótmæla fulltrúar L-listans þeim fullyrðingum að bæjarstjórinn hafi tekið sér stöðu með L-lista í nýliðnum kosningum“

Nokkrar umræður urðu um ráðningarsamninginn en að lokum bar forseti upp tillögu um ráðningu sveitarstjóra og var hún samþykkt með atkvæðum L-lista og var forseta falið að ganga frá fyrirliggjandi ráðningarsamningi.

Fundargerð 1. fundar nýrrar sveitarstjórnar Blönduósbæjar í heild sinni mál sjá á hér.

Fleiri fréttir