Fyrsti laxinn kominn á land í Blöndu

Höskuldur B. Erlingsson leiðsögumaður við Blöndu hafði samband við mbl.is í morgun og tilkynnti þeim að fyrsti laxinn væri kominn á land. Það var Pétur Pálsson sem landaði laxinum kl. 08:20 í morgun.

Höskuldur sagði að aðstæður til veiða væru mjög góðar, logn og lágskýjað og lítill litur í ánni.

Fleiri fréttir