Hærra afurðaverð fyrir hross og folöld

Frá og með 1. september síðastliðinn tók í gildi ný verðskrá á hrossa- og folaldainnleggi hjá SAH Afurðum á Blönduósi. Verð hækkar, úr 110 krónum á kílóið fyrir hross í 125 krónur á kílóið og úr 305 krónum á kílóið fyrir folald í 310 krónur á kílóið.

Á vef fyrirtækisins segir að folöldum verði slátrað samhliða sauðfé í september og október svo innleggjendur eru beðnir að panta tímalega.

Gísli tekur við pöntunum í síma 896-2280 og 455-2200. Gripanúmer stórgripa þurfa að berast skrifstofu a.m.k. 24 klukkustundum fyrir slátrun. Elín tekur á móti gripanúmerum í síma 455-2204 eða í tölvupósti á elin@sahun.is.

Verðskrá má nálgast á vef fyrirtækisins.

Fleiri fréttir