Hallgrímur á heimaslóðum
Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir eru rithöfundinum Steinunni Jóhannesdóttur hugleikin. Steinunn skrifaði Reisubók Guðríðar Símonardóttur árið 2001. Þegar hún fór svo að huga að bók um sambúðarár Guðríðar og Hallgríms fannst henni sig vanta meiri upplýsingar til að skilja bakgrunn Hallgríms – hans heimanfylgju – en það heiti fékk einmitt bókin sem kom út árið 2010.
Heimanfylgja fjallar um æsku og uppvöxt Hallgríms á Gröf á Höfðaströnd og Hólum í Hjaltadal. Á Hólahátíð í ár verður minnst 400 ára fæðingarafmælis Hallgríms og ætlar Steinunn að lesa upp úr bókinni dagana 9.-14. ágúst, fyrst í Grafarkirkju en síðan í Auðunarstofu á Hólum.
-Mig langaði til að gefa Skagfirðingum nýtt tækifæri til þess að kynnast Hallgrími og Péturssyni sem unglingi á uppvaxtarslóðum hans. Færa hann nær nútímafólki í þessu víðáttumikla héraði sem á sér svo ríka og merka sögu. Og tækifærið til þess er einitt núna þegar þess er minnst að 400 ár eru liðin frá fæðingu þessa höfuðskálds okkar Íslendinga, segir Steinunn en viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki vikunnar.