„Hef alltaf verið mikið náttúrubarn“

Ragnhildur Friðriksdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki, dóttir Friðriks Jónssonar og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Hún kláraði stúdentinn af náttúrufræðibraut frá FNV árið 2009 og hélt þaðan til Reykjavíkur þar sem hún hóf grunnnám í líffræði við Háskóla Íslands.

Ragnhildur er nú búsett úti í York í Englandi ásamt kærastanum sínum, Aðalsteini Arnarsyni (Alla), þar sem hún stundar mastersnám í sjávarumhverfis- og auðlindafræði. Í byrjun júlí mun Ragnhildur síðan hefja starfsnám í Alaska í Bandaríkjunum þar sem hún mun dvelja í tíu vikur. Feykir hafði samband við Ragnhildi og spurði hana út í námið, búsetuna erlendis og komandi starfsnám.

-Þessi þrjú ár í líffræðinni í HÍ var algjörlega frábær tími. Ég kynntist svo mikið af frábærum krökkum allsstaðar að af landinu og eignaðist fullt af vinum fyrir lífstíð sem ég held enn rosalega miklu sambandi við og sum þeirra hafa komið oftar en einu sinni til mín í heimsókn eftir að ég flutti út. Að komast allt í einu í hóp þar sem hægt var að tala um fugla, fiska, frumur og umhverfismál af kappi án þess að nokkur andaðist úr leiðindum var skemmtileg tilbreyting! Segir Ragnhildur en hún er í opnuviðtali Feykis þessa vikuna.

Fleiri fréttir