Hringtenging ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði
Á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga, www.vestfirdir.is, er sagt frá því að í umræðu um fjarskiptamál á Alþingi þann 15. september s.l. hafi komið fram að fjármagni Fjarskiptasjóðs verði varið í uppbyggingu hringtengingu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði.
Fjármagn Fjarskiptasjóðs sé 100 milljónir króna á ári, en það nægi ekki þar sem áætluð fjárhæð nemi um 300 milljónum króna. Því hafi stjórnvöld leitað samstarfs við aðila sem hafi hag af uppbygginu ljósleiðara á þessu svæði, s.s. fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki o.fl., að þeir komi að fjármögnun verkefnisins.
Í fréttinni á vef sambandsins er þess vænst að málið njóti stuðnings í umræðu um fjárlög 2015 og fjáraukalög 2014.