Íslandsmótið í hestaíþróttum 2014

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22.-27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja af kappi þessa daga.

Samkvæmt vef hestamannafélagsins Stíganda er skráningafrestur til miðnættis í kvöld, fimmtudaginn 10. júlí. Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki, 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum. Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein.

Lágmarkseinkunn til að geta skráð sig í keppnisgrein á Íslandmóti fullorðinna er:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013.

Fleiri fréttir