Jógagúrú kíkir í Skagfirðingabúð um helgina!

Fröken Fabjúlöss hefur af sinni alkunnu forvitni og alræmdum kunnáttuþorsta spæjað ákveðnar upplýsingar og í kjölfarið af pistli sem hún skrifaði í seinstu viku fannst henni ekki annað við hæfi en að básúna það að hún Sólveig okkar Þórarinsdóttir, jógagúru með meiru er á leiðinni í fjörðinn fagra og ætlar að vera með svokallað "meet and greet" og kynna bókina sína nýju svolítið um helgina.

Jógadívan okkar fagra mun standa vaktina í bókasöluhluta SKAGFIRÐINGABÚÐAR frá kl 13:00 á laugardaginn (4 okt) og eitthvað frameftir degi, og mun taka vel á móti öllum sem áhuga hafa á bókinni, jógaspjalli eða hreinlega bara vináttuskrafi og knúsi!

En þar sem Fröken Fabjúlöss hefur ekki séð jafn vel gerða bók koma frá Skagfirðingi síðan "Eldað Undir Bláhimni" kom út fyrir nokkrum árum, finnst henni ekki úr vegi að deila með lesendum sínum þeim fréttum að fallega bókin hennar Sólveigar rauk svoleiðis upp metsölulista Eymundsson og situr í 8. sæti listans þegar þessi pistill er ritaður, réttri viku eftir útgáfudag bókarinnar. Vel gert!!

Við Skagfirðingar megum vera stolt af okkar stelpu, hvernig væri nú að fjölmenna í Skagfirðingabúð á laugardaginn og hitta Jógagúrúið!

Fleiri fréttir