feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 18.09.2025
kl. 10.54 oli@feykir.is
Í nýútkomnum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar má finna kort sem sýnir helstu vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar árið 2025. Þar má sjá að Vegagerðin hefur verið með þrenn verkefni á Norðurlandi vestra í sumar og þau hafa öll verið vestan Skaga. Þó hefur Feykir fengið upplýsingar um að verktaki sé væntanlegur í Hjaltadalinn í dag og framkvæmdir við Hólaveg því að hefjast.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 18.09.2025
kl. 10.40 gunnhildur@feykir.is
Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 94-110. Stólarnir löfðu undir lungann úr leiknum og hefðu þurft að girða sig í vörninni en stigahæstir fyrir Tindastól í leiknum voru þeir Taowo Badmus með 23 stig og Ivan Gavrilovic var honum næstur með 18 stig. Fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar var stigahæstur Orri Gunnarsson með 25 stig og Luka Gasic bætti við 23 stigum.
Í gærkvöldi birti Feykir létt spjall við Sigurð Pétur varafyrirliða Kormáks/Hvatar til að hita upp fyrir stórleikinn á Króknum á föstudaginn. Nú er komið að Sverri Hrafni Friðrikssyni fyrirliða Tindastóls að svara sömu spurningum. Já og leikurinn sem allt snýst um er semsagt undanúrslitin í Fótbolti. net bikarnum og gulrótin tvöföld; montrétturinn á Norðurlandi vestra og úrslitaleikur á Laugardalsvelli síðustu helgina í september.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 18.09.2025
kl. 09.06 oli@feykir.is
Húnahornið segir frá því að Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu, skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir. Það eru þeir Jón Torfason og Svavar Sigmundsson sem sáu um útgáfuna.
Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
„Ég er sonur Símonar Skaphéðinssonar frá Gili og Brynju Ingimundardóttur frá Ketu í Hegranesi,“ segir Baldvin Ingi þegar Tón-lystin krækir í brottfluttan Króksarann. „Mér skilst að ég hafi tekið mín fyrstu skref hjá afa í Ketu en hann þurfti að hafa smá stjórn á mér þar. Afi átti Ketu áður en Símon [Traustason] keypti býlið. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við á Krókinn, í Birkihlíð 19, og síðar í Dalatúnið sem eru í mínum huga æskustöðvarnar.“