Kalt vatn tekið af á Hvammstanga
Á vef Húnaþings vestra kemur fram að vegna bilunar verði skrúfað fyrir kalda vatnið á Hvammstanga í dag. Verður vatnið tekið af á Höfðabraut, Brekkugötu og Lækjargötu frá kl 13:00 í dag í einhvern tíma fram eftir degi.
Varasamt er að skrúfa frá heita vatninu vegna slysahættu.
/SHV