Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Vindaspá fyrir laugardaginn 25. júlí kl 18. Kort:Veðurstofan
Vindaspá fyrir laugardaginn 25. júlí kl 18. Kort:Veðurstofan

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.

Á Suður- og Vest­ur­landi verður skýjað með köfl­um en smá skúr­ir á víð og dreif og þægi­leg­ur hiti að deg­in­um. Dreg­ur smám sam­an úr vindi og rof­ar til eft­ir helgi en áfram strekk­ing­ur og svalt með aust­ur­strönd­inni segir jafnframt á vef Veður­stofu Íslands.

Úrkomu- og skýjahuluspá fyrir laugardaginn 25. júlí. Kort: VeðurstofanVeður­spá fyr­ir næstu daga

Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil væta N- og A-lands, en bjart með köflum S- og V-til. Hiti 10 til 15 stig, en 4 til 10 stig um landið N-vert.
Gengur í norðaustan 8-15 á morgun, og fer að rigna um landið A-vert annað kvöld.

Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 og rigning með köflum, en 15-20 m/s við SA-ströndina. Dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Hiti 8 til 15 stig, en 4 til 8 stig NA-til.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir N-lands, en bjart með köflum S-til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg átt og dálítil væta um landið V-vert, annars þurrt að mestu. Heldur hlýnandi.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir