Lögin úr Hárinu á geisladiski

Úr Söngleiknum Hárinu. Mynd: Hulda Signý Jóhannesdóttir.
Úr Söngleiknum Hárinu. Mynd: Hulda Signý Jóhannesdóttir.

Leikflokkur Húnaþings vestra hefur gefið út geisladisk með lögum úr söngleiknum Hárinu sem leikflokkurinn setti upp á síðasta ári. Sýningin fékk afbragðsgóðar viðtökur og var hún valin sem Athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2018-2019 af dómnefnd Þjóðleikhússins og var söngleikurinn sýndur tvisvar á fjölum Þjóðleikhússins í júní sl.

Á Facebooksíðu Leikflokks Húnaþings vestra segir: „Leikflokkur Húnaþings vestra fékk bræðurna Gunnar Smára og Sigurvald Ívar Helgasyni til að vinna fyrir sig upptökur úr uppsetningu leikflokksins á Hárinu í Þjóðleikhúsinu 14. júní sl. ár. Þar sem útkoman er aldeilis príðileg hefur leikflokkurinn ákveðið að gefa út diskinn HÁRIÐ Í HÚNAÞINGI.“

Diskurinn er til sölu á heimasíðu leikflokksins www.leikflokkurinn.is og kostar 3.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir