Mamadou Samb í stað Kurtis Hester

Mamadou Samb. Mynd: kiaenzona.com
Mamadou Samb. Mynd: kiaenzona.com

 Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur landað einum besta manni í sínar raðir í áratugi þegar skrifað var undir samning við Mamadou Samb frá Senegal. Samb, sem hefur spænskan ríkisborhgararétt mun koma í stað Antonio Hester sem áður var kynntur til sögunnar. Samb er 26 ára miðherji, 2,08 metrar hár.

Samkvæmt Stefáni Jónssyni formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls var þessi ákvörðun tekin af stjórn félagsins eftir að félaginu var boðið til samningaviðræðna við leikmaninn.

„Það er alveg á tæru að það er farið að skila sér hressilega í Skagafjörðinn að vera með færa þjálfara innan sinna raða og mikið ánægjuefni fyrir okkur að geta fengið leikmann til okkar af þessu kaliberi. Þjálfari liðsins Jou Costa þekkir leikmaninn vel sem þjálfari hans fyrir nokkrum árum. Mamadou Samb hefur leikið með mörgum liðum á Spáni meðal annars hefur hann leikið með okkar besta  leikmanni Jóni Arnóri Stefánssyni sem og að vera á mála hjá stórliði Barcelona,“ segir Stefán og fullyrðir að nú sé leikmannahópurinn fullmannaður og Tindastóll klárir í slaginn.

 Félagsskiptin hafa vakið athygli í spænska körfuboltaheiminum en vefmiðillinn Kia en Zona greinir frá þeim á síðum sínum. Haft er eftir Samb að hann fari til Íslands til að upplifa ný ævintýri eftir mörg ár á Spáni. Hann segist í raun lítið vita um land og þjóð en löngunin væri mikil í að koma til landsins og kynnast því hvernig körfuboltinn er leikinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir