Ný sólóplata frá Gísla Þór

Nýlega lauk upptökum á þriðju sólóplötu Gísla Þórs Ólafssonar. Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Platan ber nafnið Ýlfur og kemur út um miðjan nóvember næstkomandi.

Gísli Þór hefur áður gefið út plöturnar Næturgárun og Bláar raddir, auk fimm ljóðabóka. Ýlfur er að uppruna 16 ára gömul hugmynd. Myndina á umslaginu gerði Auður Eyleif Einarsdóttir. Hér má hlusta á lagið Grasrót.

 

 

 

Fleiri fréttir