Öll Gæruböndin kynnt til leiks

Nú hafa allar hljómsveitirnar sem koma fram á tónlistarhátíðinni Gærunni í ár verið kynntar til leiks, en hátíðin verður haldin í húsnæði Loðskins/Atlantic Leather á Sauðárkróki helgina 15. og 16. ágúst nk.

Eftirtaldar hljómsveitir munu stíga á stokk á Gærunni í ár:

Þrumuguðirnir í Dimmu

Klassart

Soul/R&B drottningin Una Stef

Diskóbörnin í Boogie Trouble

Einn umtalaðasti valkyrjuhópur landsins, Reykjavíkunætur

Popp/rokkararnir í Kvika

Rokkararnir í hljómsveitinni Myrká

Goðið og fyrrum gítarleikari Grafíkur, Rúnar Þórisson

Rokksveitin NYKUR

Johnny And The Rest

Skúli mennski

Dáðadrengirnir í Mafama

Blús/djassgeggjararnir í Beebee and the bluebirds

Electro sveitin Tuttugu

Indí rokkarnarnir í Sjálfsprottin Spévísi

Heimamennirnir og rímnaflæði-meistararnir í Úlfur Úlfur

Stuðboltarnir í Kiriyama Family

Sveitaballa-hetjurnar í Sóldögg

Íslensk/gíneska afrobeat bandið The Bangoura Band

Þjóðlagapopp bandið Sunnyside Road

 

Síðar í vikunni verða svo þeir tónlistamenn kynntir til leiks sem stíga á svið á sólóistakvöldinu fimmtudaginn 14. ágúst.

Miðasalan á hátíðina er hafin inni á miði.is.

Fleiri fréttir