Sæluvikan byrjuð

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett klukkan tvö í dag í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að viðstöddu miklu fjölmenni en þar fer fram sýningin Skagafjörður 2010, lífsins gleði og gæði.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjrðar flutti tölu og stiklaði á stóru um hátíðina sem á sér langa sögu.

Margt verður í boði á Sæluviku sem satt getur bæði líkama og sál og má nefna söngskemmtanir; ljósmynda-, myndlistar-, og leiksýningar að ógleymdum böllum og bíóveislum o.m.fl.

Dagskrá Sæluvikunnar er hægt að nálgt HÉR

Fleiri fréttir