Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum

Valtýr, Fríða, Bríet, Aníta Ýr, Súsanna, Emilía í aftari röð. Aníta, Íris og María í fremri röð.
Valtýr, Fríða, Bríet, Aníta Ýr, Súsanna, Emilía í aftari röð. Aníta, Íris og María í fremri röð.

Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni. 

Stúlkurnar stóð sig með prýði þar sem þrjár stelpur komu frá Hvammstanga, þrjár frá Skagaströnd og tvær frá Tindastól. Liðið stýrði Valtýr Sigurðsson sem þjálfar körfubolta á Skagaströnd og á Blönduósi. Spilað var fjóra leiki og fóru þær með sigur í einum þeirra þar sem þær spiluðu gegn Ármanni. Stelpurnar voru allar sammála því að halda áfram að æfa og spila körfubolta sem er helsta markmiðið og vonandi fáum við að fylgjast með þeim taka þátt í næsta fjölliðamóti í þessum riðli.

Strákarnir í sameiginlega liði Kormáks/Tindastóls spiluðu þrjá leiki og unnust tveir. Liðinu stýrði Þorgrímur Guðni Björnsson sem er þjálfari á Hvammstanga og þjálfar einnig sameiginlegt lið Kormáks/Tindastóls í 9. flokki kvenna. Liðið var skipað strákum frá Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Strákarnir voru sér og liðinu til mikillar fyrirmyndar og vonumst við til að sjá þá aftur á parketinu á næsta fjölliðamóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir