Sirkus Baldoni með sýningar á Norðurlandi vestra
Danski sirkusinn Sirkus Baldoni heimsækir Ísland dagana 26. ágúst til 2. september nk. með viðkomu á Norðurlandi vestra. Á vefnum Miði.is segir að sýningin bjóði upp á mörg spennandi og hröð atriði, m.a. jafnvægisatriði í fleiri metra hæð, fótagegl, þokkafullt loftatriði, dansatriði á stöng, quick chance med dans, húllahopp, hressa trúða og margt fleira.
Sýningin hefur verið hrósað í hástert í dönskum fjölmiðlum, samkvæmt því sem segir á Miði.is, en hún heimsótti landann fyrst árið 2008 og aftur ári seinna. Í ár ákvað sirkusinn að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja Ísland á ný.
Nánari upplýsingar má finna á Miði.is en þar er einnig hægt er að nálgast miða á sýninguna á sem verður í Íþróttahöll Sauðárkróks laugardaginn 30. ágúst kl. 16 og Íþróttamiðstöðinni Blönduósi sunnudaginn 31. ágúst kl. 16.