Skonsutertur og reyktur silungur í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina

Hamarsbúð. AÐSENDAR MYNDIR
Hamarsbúð. AÐSENDAR MYNDIR

Að venju bjóða Húsfreyjurnar í Hamarsbúð upp á kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina. Hlaðborð Húsfreyjanna byggir á grónum matarhefðum Vatnsness og boðið er upp á rjómapönnukökur, parta, skonsutertu, reyktan silung og kæfu, rabarbaraköku, randalínu, kanil- sem og möndlutertu og margt annað gómsætt og gott. 

Í tilkynningu frá Húsfreyjunum segir: „Húsfreyjurnar í Hamarsbúð hafa boðið upp á kaffihlaðborð um verslunarmannhelgina í fjölda mörg ár. Verkefnalisti í byrjun ársins var langur, búið var að panta veislur, fundarkaffi, húsið sjálft til mannfagnaðar, og Húsfreyjurnar hlökkuðu til að bjóða upp á góða þjónustu. En svo kom Covid, og hverju verkefninu á fætur öðru var aflýst ... það varð að sætta sig við breyttan raunveruleika. En nú lítum við fram á veg og látum ekki deigan síga. Eins og áður er boðið upp á kaffihlaðborð að hætti Húsfreyja um verslunarmannahelgina.”

Hlaðborðið verður opið laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. ágúst n.k. milli kl. 14 og 18. Verð á hlaðborði er kr. 2000 fyrir 13 ára og eldri, en kr. 1000 fyrir 6-12 ára. Ath. að enginn posi verður á staðnum. Listaverk Aðalheiðar Jónsdóttur verða til sýnis á staðnum.

Staðsetning: Hamarsbúð Vatnsnesi, vegur 711. S: 898 5154

/SHV

Girnilegar veitingar húsfreyjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir