Söguhéraðið Skagafjörður

Stuttu eftir að ég flutti til Sauðárkróks skrifaði faðir minn bréf til ömmu, í bréfinu stóð; Sigrúnu finnst svo leiðinlegt í sögu, henni finnst hún alls ekkert þurfa að búa yfir þekkingu á því sem  búið er og hvað þá mönnum sem eru löngu dauðir. Þetta hefur þó breyst. Kannski var það flutningurinn í Skagafjörðinn sem einmitt breytti þessu áhuga mínum, söguhéraðið Skagafjörður. En hvað er það sem gerir Skagafjörð svo eftirtektaverðan, það er hversu rík sagan er í öllu okkar umhverfi, hér er faglegt  lifandi safnastarf og m.a. eigum elsta starfandi Héraðsskjalasafn á landinu.

Byggðasafnið starfar eftir viðurkenningu frá Safnaráði, sú viðurkenning veitir okkur rétt til að sækja fjármuni í Safnasjóð bæði í rekstrar- og verkefnasjóð. Safnaráð getur þó afturkallað þessa viðurkenningu, ef ekki er starfað undir þeim ákvæðum sem þar gilda.

Á síðustu árum hafa söfn sprottið upp eins og gorkúlur (eins og með vídeóleigurnar á sínum tíma). Yfir þessa starfsemi eru notuð ýmis hugtök, s.s. söfn, sýningar og setur. Þeir sem setja upp sýningar eða setur, eru í raun ekki með safn, því þeir eru bara að sýna.

Söfn, safna, rannsaka, geyma hvern safnagrip á tilskilinn hátt (lagaleg ákvæði), rannsaka og miðla þeim upplýsingum sem safnkosturinn  býr yfir.  Sýning og setur má kannski líkja við leiksýningu, sem vissulega á rétt á sér. Búin er til heimur sem veitir upplýsingar, en er ekki snertanlegur né rannsakanlegur. Það skýrir tildæmis muninn á því að Leikfélagið getur ekki sótt styrk í Safnasjóð, en eins og staðan er í dag hjá Byggðasafni Skagfirðinga uppfyllum við núna þau skilyrði að geta sótt þangað fjármagn.

Þann 1. september 2014 undirrituðu safnvörður og Sveitarstjórn/Akrahreppur sín á milli samning http://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/6-safnstefna-bsk-14-18.pdf  Þar má nálgast upplýsingar um hvers krafist er af Byggðasafni Skagfirðinga. Í Skagafirði sækjumst við eftir safnmunum sem segja sögu Skagafjarðar. Um tíma var sýning í Minjahúsinu - sem heyrði ekki undir starfsemi Byggðasafnsins, þá sorgarsögu langar mig ekkert að rifja upp núna.

Í ljósi þeirra frétta að meirihlutinn í Sveitarfélagi Skagafjarðar sé búin samþykkja drög að samningi. Samningur sem inniheldur það að rýmið sem áætlað var fyrir skrifstofur, sýningarsal Byggðasafnsins og fornleifadeildina frá  og með 1. apríl verður ekki nýtt fyrir starfsemi Byggðasafnsins. Það skilur mig eftir með þá spurningu hvað á að gera við Byggðasafnið? (tek fram að ég veit að Glaumbær er ekkert að fara). Hvernig ætlar meirihlutinn að koma til móts við þær þarfir að halda áfram söfnun, rannsókn og sýningum á þeim arfi sem er í hendi? Á að setja muni Byggðasafnsins í geymslu, kannski að bæta við kössum í geymsluna sem nú hýsir Náttúrugripasafn Skagafjarðar?

Það er ekki hægt að vera sérfræðingur í öllu, þá er mjög gott að leita sér upplýsinga þegar stefnt er á mikil fjárútlát og langtíma skuldbindingar oft er leitað til þess sem hefur þekkingu á því sviði, því ekki viljum við að fjárfestingarnar okkar lendi á samfélaginu okkar, Skagfirðingum, eins og gerðist með bátafyrirtækið Mótun. 

Ég geri mér grein fyrir að trúnaðarmál sé hluti af stjórnsýslu en þegar fjallað er mögulega um hundruða milljóna samkvæmt upplýsingum fréttamiðla þá tel ég að réttur minn sem íbúi í Sveitarfélaginu Skagafirði að fá vitneskju um hvað málið snýst og hvað sveitarfélagið hyggst leggja til verkefnisins og hvernig.  En líkt og með fjárhagsráðgjöf er mikilvægt að fá félagsráðgjöf, hefði ekki verið bráðsniðugt að vinna þessa vinnu með þeim einstakling sem hefur starfað í safnamálum í 30 ár, sem er hugsanlega með mestu þekkinguna og hefur lesið Sturlungu oftar en flestir, farið með leiðsagnir út um allan fjörð?

Nýta sko, mannauðinn, það er mannauður í Skagafirði, er það ekki?

 Ritari er Sigrún Fossberg Arnardóttir, með diplómu í safnafræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir