Spáir rigningu eftir hádegi
Nú er breytileg átt 3-8 m/s og skýjað á Ströndum og Norðurlandi vestra. Norðaustlægari og rigning undir hádegi, en norðan 5-13 seinnipartinn. Úrkomulítið seinnipartinn á morgun og lægir. Hiti 6 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil væta öðru hvoru NA- og A-til, en annars bjart með köflum. Hiti 8 til 14 stig að deginum.
Á mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað vestast. Hiti víða 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart að mestu, en skýjað með köflum S- og A-til þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg átt. Skýjað með köflum og dálítil rigning syðst, en léttir til fyrir vestan. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast SV-lands.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og víða bjartviðri, en lítilsháttar rigning SV-til. Hiti breytist lítið.