„Sporin mín“ - Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins
„Sporin mín“ útsaumssýning Þórdísar Jónsdóttur, listakonu frá Akureyri, verður opnuð fimmtudaginn 29. maí (Uppstigningardag) kl. 14:00. Móheiður Guðmundsdóttir, syngur nokkur lög við undirleik Guðmundar Árnasonar og Jóns Heiðars Sigurðssonar.
Eftir opnunina verður að vanda boðið upp á kaffi og kleinur.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
/Fréttatilkynning
