Stóðréttardansleikur á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
12.09.2014
kl. 13.07
Laugardaginn 13. sept. verður hinn árlegi stóðréttardansleikur í félagsheimilinu á Blönduósi. Í fréttatilkynningu frá félagsheimilinu segir að hljómsveitin Made in sveitin ásamt Magna Ásgeirssyni halda uppi stanslausu fjöri langt fram á nótt.
Húsið opnar kl. 23:00 og er aðgangseyrir kr. 3.000.- Átján ára aldursmark. „Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið!“ segir loks í tilkynningunni.