Stuðmenn á Hvammstanga í kvöld
Áfram heldur stuðið á Eldi í Húnaþingi á Hvammstanga. Stuðmenn, ein ástsælasta hljómsveit landsins, heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, á þriðja degi Elds í Húnaþingi. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir sjálfir hefjast hálftíma síðar og standa til 23. Aldurstakmark er 18 ár og Eldsbarinn verður á staðnum.
Af öðrum viðburðum dagsins á hátíðinni má nefna að Ingó Veðurguð ætlar að halda uppi góðri stemningu í Kirkjuhvammi í kvöld og sjá til þess að allir syngi með.
Skoða má dagskrá Elds í Húnaþingi hér.
/SHV
