Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra
Sumarleikhús æskunnar er verkefni sem Handbendi Brúðuleikhús stendur fyrir í sumar í Húnaþingi vestra. Hér er um að ræða þriggja vikna verkefni sem opið er öllum börnum og ungmennum á aldrinum 7-18 ára. Sumarleikhúsið er leikhús- og leiklistarsmiðja sem fer fram fjórum sinnum í viku á tímabilinu 27. júlí - 14. ágúst.
Fyrirkomulagið verður þannig að allir vinna saman ákveðin verkefni en mest vinna þátttakendur þó með þeim sem eru á svipuðum aldri að uppsetningu leikverka. Sýningarnar munu, hver fyrir sig, henta aldurshópnum sem þær flytur og sinna þörfum, áhuga og styrkleikum hvers hóps fyrir sig.
Meðan á verkefninu stendur læra þátttakendur um leikhús, kynna sér mismunandi leikhústækni og setja upp sýningar sem sýndar verða almenningi við lok verkefnisins. Fagmenntað fólk mun vinna með þátttakendum að listsköpuninni.
Sýnt verður á endurbættu sviði Félagsheimilis Hvammstanga þar sem nú er kominn upp nýr og góður tæknibúnaður. Fagmanneskja í leikhúshljóði og -ljósi aðstoðar þátttakendur við sýningarnar og kynnir þeim sem áhuga kunna að hafa, grunnatriði ljós- og hljóðhönnunar ásamt almennri nálgun á tækniatriði leikhússins.
Hver tími verður 2 klukkustunda langur, að hléum meðtöldum. Þáttökugjald er 35.000 krónur í heild og allur kostnaður við sýninguna er þar innifalinn.
Skráning er hafin hér.
Sjá nánar á www.sumarleikhus.com.