Sýning fjölþjóðlegra listamanna-N2

Listamennirnir sem dvalið hafa í listamiðstöð Textílseturs Íslands í Kvennaskólanum í ágúst, munu standa fyrir sýningunni N2. Sýningin mun standa yfir fimmtudag, föstudag og laugardag 21.-23. ágúst frá kl. 13.00-17.00 að Árbraut 35.

N2 er sýning fjölþjóðlegra listamanna og er markmið þeirra að veita íbúum Blönduóss og nágrennis upplifun á list, samtölum og hressingu þar sem gestir geta hlaðið batteríin í orkumikilli dreifingarmiðstöð að Árbraut 35.

Fleiri fréttir