Þorleifur kjörinn oddviti á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar
Nýkjörin sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman þann 18. júní sl. til fyrsta fundar á nýju kjörtímabili að Húnavöllum. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins. Þorleifur Ingvarsson var kjörinn oddviti og Sigrún Hauksdóttir varaoddviti og munu þau gegna því embætti næsta árið.
Kjör í fastanefndir til fjögurra ára:
Fræðslunefnd:
Aðalmenn: Brynjólfur Friðriksson (A-listi), Erla Gunnarsdóttir(A-listi), Ingibjörg Jónsdóttir(A-listi), Kristín Rós Sigurðardóttir (E-listi) og Þorsteinn Jóhannsson (E-listi).
Varamenn: Jóhanna Gunnlaugsdóttir(A-listi), Pálmi Ingimarsson(A-listi), Elín Aradóttir (A-listi), Víðir Gíslason(E-listi) og Janine Kemnitz (E-listi).
Atvinnumála- og fjarskiptanefnd:
Aðalmenn: Berglind H. Baldursdóttir(A-listi), Ægir Sigurgeirsson (A-listi) og Guðmundur Svavarsson (E-listi).
Varamenn: Hjálmar Ólafsson (A-listi), Gunnar Kristjánsson (A-listi) og Þorbjörg Pálsdóttir (E-listi).
Skipulags- og byggingarnefnd:
Aðalmenn: Kristján Jónsson (A-listi), Fanney Magnúsdóttir (A-listi) og Ingibjörg Sigurðardóttir (E-listi).
Varamenn: Pétur Sæmundsson (A-listi), Elín Aradóttir (A-listi) og Jóhann Guðmundsson (E-listi).
Menningar- og æskulýðsnefnd:
Aðalmenn: Pálmi Gunnarsson (A-listi), Berglind H. Baldursdóttir(A-listi) og Maríanna Þorgrímsdóttir (E-listi).
Varamenn: Rúnar A. Pétursson (A-listi), Björn B. Sigurðarson (A-listi) og Jón Árni Magnússon (E-listi).
Jafnréttisnefnd:
Aðalmenn: Halldóra Á. Hayden Gestsdóttir (A-listi), Ásmundur Einarsson (A-listi) og Turid Rós Gunnarsdóttir (E-listi).
Varamenn: Sveinfríður Halldórsdóttir(A-listi), Egill Herbertsson (A-listi) og Haukur Suska Garðarsson (E-listi).
Nánari upplýsingar um kjör í nefndir, félög, stjórnir og ráð má finna í fundargerð.