Uppselt í Laxá á Ásum næsta sumar

Samkvæmt frétt á Húna.is er uppselt í Laxá á Ásum næsta sumar, eftir góða veiði í ánni síðustu tvö sumur. Í sumar veiddust 1006 laxar í ánni og var meðalþyngd þeirra tæp sex pund. Í fyrra veiddust 1062 laxar.

„Árangar síðustu tveggja ára gefa vonir um að Laxá á Ásum sé að ná fyrri styrk en á áttunda og níunda áratugnum veiddust iðulega vel yfir þúsund laxar í ánni á hverju sumri. Árið 1975 var sett met þegar 1.881 lax veiddist. Tíundi áratugurinn var góður en um aldamótin fór heldur að halla undan fæti og hefur veiðin ekki farið yfir þúsund laxa nema þrisvar síðan þá. Aðeins er veitt á tvær stangir í ánni sem þýðir að hver stöng gaf 503 laxa eða um sex laxa á dag að meðaltali,“ segir í fréttinni á Huna.is.

Fleiri fréttir