Úrslit úr 150m og 250m skeiði og forkeppni tölt T1
Forkeppni í tölt T1 lauk í gærdag, B-úrslit í töltinu fara fram í kvöld og A-úrslitin á morgun. Keppni í 150m skeiði og 250m skeiði á Landsmóti hestamanna lauk einnig í gær. Hér má sjá niðurstöður úr eftirtöldum flokkum frá hestamannafélögunum á Norðurlandi vestra.
Tölt T1, forkeppni meistaraflokkur:
4. sæti Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási, 7,73 (Stígandi)
5.-6. sæti Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvamma. 7,67 (Þytur)
11.-12. sæti Bjarni Jónasson og Randalín frá Efri-Rauðalæk, 7,57 (Léttfeti)
20.-21. sæti Bjarni Jónasson og Roði frá Garði, 7,13 (Léttfeti)
Skeið 150m, niðurstöður:
11. sæti Elvar Einarsson og Hrappur frá Sauðárkróki, 14,86 (Stígandi)
Skeið 250m, niðurstöður:
8. sæti Elvar Einarsson og Segull frá Halldórsstöðum, 23,12 (Stígandi)
10. sæti Sölvi Sigurðsson og Steinn frá Bakkakoti, 23,55 (Hörður)