Varað við stormi í dag
Búist er við stormi víða um land í dag, vaxandi suðaustanátt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, 18-23 m/s og rigning um hádegi. Sunnan 8-15 og skúrir í kvöld. Aftur suðaustan 10-15 rigning á morgun. Hiti 5 til 10 stig í dag, en svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Aftur er spáð stormi á morgun, sunnan og suðaustan 15-23 m/s, hvassast á V-landi. Rigning, talsverð SA-lands, en heldur hægari og úrkomuminni NA-til. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og skúrir eða rigning, en 10-15 og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 5 til 9 stig.
Á fimmtudag:
Hvöss suðlæg og síðar austlæg átt og talsverð rigning, einkum SA-lands. Milt veður.
Á föstudag:
Lítur út fyrir hvassa norðanátt með slyddu eða snjókomu N-til, en bjartviðri syðra. Kólnandi veður.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austlægar áttir, úrkomusamt, en hlýnandi veður í bili.