Vill halda upp á 90 ára afmæli sambandsins á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.07.2014
kl. 08.56
Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar þann 11. júlí sl. var tekið fyrir bréf frá Skáksambandi Íslands þar sem það óskar eftir að halda upp á 90 ára afmæli sambandsins á Blönduósi árið 2015.
Í fundagerðinni kemur fram að Skáksamband Íslands var stofnað í ,,Læknabústaðnum" á Blönduósi þann 23. júní 1925, fyrir 89 árum og tengist því Blönduós sögulegum böndum. Á næsta ári fagnar Skáksamband Íslands því 90 ára afmæli. Skáksambandið hefur farið þess á leit við sveitarfélagið að halda upp á 90 ára afmæli á Blönduósi árið 2015.
Byggðaráð tók vel í erindið og vísaði því til menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar til frekari afgreiðslu.