Yfir 1000 laxar veiðst í Blöndu

Samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga er Blanda fyrsta laxveiðiáin á landinu til að fara yfir 1000 veidda laxa í sumar, en miðað við tölur sem birtust á vefnum þann 23. júlí sl. voru 1060 laxar komnir á land. Blanda er enn aflahæsta laxveiðiá landsins í dag.

Af öðrum ám á Norðurlandi vestra má nefna að Miðfjarðará er í fimmta sæti með 471 laxa, Laxá á Ásum í áttunda sæti með 331, Vatnsdalsá í tólfta sæti með 176 og Víðidalsá í því fimmtánda með 190 laxa.

Fleiri fréttir