Fréttir

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum

Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu verður heitavatnslaust í Hlíðar- og Túnahverfi á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júlí, frá kl 16 og fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Ásdís Brynja í hollenska landsliðið

Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á world ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Meira

Markmaður Íslands með skagfirskt blóð í æðum

Nú hafa stelpurnar okkar leikið sinn fyrsta leik á EM í knattspyrnu í Hollandi og þurftu þær að að sætta sig við tap á móti Frökkum þrátt fyrir góðan leik. Frakkar skoruðu úr mjög umdeildu víti undir lok leiksins og hirtu þar með öll stigin. Engu að síður stóðu íslensku stelpurnar sig afar vel og gáfu góð fyrirheit fyrir komandi keppni. Alltaf er gaman þegar hægt er að tengja leikmenn við átthagana en það er hægt með Guðbjörgu Gunnarsdóttur markmann.
Meira

Beint flug frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
Meira

Af poti í augu og fleiri afsökunum...

Herra Hundfúll undrast oft þær afsakanir sem íþróttafólk kemur með þegar árangurinn stenst ekki væntingar. Íslenskir afreksmenn virðast reyndar vera í toppklassa í þessum fylgifiski sportsins. Þannig man Hundfúll eftir íslenskum skíðagöngumönnum á Ólympíuleikum á síðustu öld sem völdu rangt smjörkrem á skíðin og komust varla úr sporunum. Í fyrra fór spjótkastari halloka fyrir aðstæðum á Ólympíuleikum í Ríó... >MEIRA
Meira

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Hetjusaga Hagalíns um Moniku á Merkigili endurútgefin

Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan Monika Helgadóttir þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá og um áratugi þar á eftir ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslunum og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín.
Meira

"Pínu" lítil hestakona - myndband

Hún Fanndís Vala sem er aðeins tveggja og hálfs árs gömul þykir greinilega ofsalega gaman að fara á hestbak.
Meira

Markviss félagar sigursælir

Félagar í Skotfélaginu Markviss hafa gert það gott að undanförnu. Nú um helgina varð Snjólaug M. Jónsdóttir Íslandsmeistari kvenna í Nordisk Trap á móti sem fram fór á skotsvæði Skotfélags Akraness þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna um 27 dúfur og skaut 114/150. Hún setti einnig Íslandsmet með final og skaut 22 dúfur í úrslitum og hlaut 136 stig sem var hæsta skor mótsins.
Meira