Ekkert ferðaveður í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.03.2025
kl. 14.11
Það gengur á með éljum á Norðurlandi vestra og veðurspáin gerir ráð fyrir vetrarveðri með snjókomu og stífum vindi næstu tvo sólarhringana eða svo. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra frá kl. 23 í kvöld sem stendur til kl. 6 í fyrramálið en þá tekur við gul viðvörun eitthvað fram eftir morgni. Holtavörðuheiði er lokuð sem stendur og óvíst hvenær hún verður opnuð aftur..
Meira
