Fréttir

Fjólublátt litarefni framleitt á Skagaströnd

Húnahornið segir af því að í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni hafi verið sagt frá framleiðslu á litarefni í rannsóknarstofu Biopol á Skagaströnd. Þar er fullur ísskápur af bakteríum, nánar tiltekið bakteríunni Janthinobacterium lividum en við hana hafa vísindamenn nostrað í rannsóknarstofu Biopol undanfarin tvö ár.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Fótbolta.net bikarsins

Það var boðið upp á hörkuleik á Króknum í gær þegar lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í KH í Fótbolti.net bikarnum þar sem neðri deildar lið mætast. Stólar og KH leika bæði í 4. deildinni en bæði lið léku ágætan fótbolta í gær. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu betur eftir mjög fjörugan síðasta hálftíma leiksins og lokatölur 2-1.
Meira

Einn örn og nýtt vallarmet á gulum teigum sett á fimmta móti Esju mótaraðarinnar

Í gær fór fram fimmta mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli í frábæru veðri þar sem 41 þátttakandi voru skráðir til leiks, 30 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Margir sýndu góða takta og voru t.d. 26 fuglar settir niður, 23 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki, og reyndust holur 1, 6 og 7 vera þær holur sem flestir fuglar náðust á.
Meira

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu

Hendur stóðu fram úr ermum í Húnabyggð í gær þegar tröppurnar í Sýslumannsbrekkunni fengu upplyftingu, voru málaðar í regnbogalitunum, en þá sannaðist að margar hendur vinna létt verk. „Við fögnum fjölbreytileikanum í Húnabyggð,“ sagði í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins.
Meira

Er ekki sú síðasta alltaf eftirminnilegust?

„Já, það var glatað að það skyldi klikka,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduósingur, lögreglumaður og knattspyrnu-alt-muligt-mand, þegar Feykir nefnir við hann að það sé enginn fótboltaleikur hjá Kormáki/Hvöt á Blönduósi þessa Húnavökuna.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Skátafélagið Eilífsbúar á Landsmóti á Úlfljótsvatni

Landsmót skáta 2024 fer senn að ljúka en það byrjaði þann 12. júlí og lýkur þann 19. júlí. Mótið í ár er á Úlfljótsvatni og eru átta ár liðin síðan síðasta Landsmót var haldið en venju samkvæmt er það á þriggja ára fresti. Eftirvæntingin leyndi sér því ekki hjá mótshöldurum og þátttakendum og var þema mótsins Ólíkir heimar sem var svo skipt upp í fimm svæði, Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Skátafélagið Eilífsbúar á Króknum létu sig ekki vanta og fóru 17 manns á mótið. Þar af voru fimmtán krakkar og tveir fararstjórar þau Hildur Haraldsdóttir og Emil Dan Brynjólfsson.
Meira

Mark Watson dagurinn og Dagur íslenska fjárhundsins

Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ fimmtudaginn 18. júlí. Watson var mikill Íslandsvinur og eigum við honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn hefur varðveist. Watson hefur jafnframt verið titlaður bjargvættur íslenska fjárhundsins og er afmælisdagur hans Dagur íslenska fjárhundsins.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal valinn í U21 landsliðið í hestaíþróttum

Á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga segir að undirbúningur fyrir Norðurlandamótið sé á blússandi siglingu og nú liggur fyrir hvaða knapar munu keppa fyrir Íslands hönd í yngri flokkunum. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal í Hestamannafélaginu Þytur í Húnaþingi vestra var valinn í hópinn og hefur verið hluti af honum undanfarin ár.
Meira