Fréttir

Sólskinið mælt í Skagafirði

Þann 12. júlí var settur upp svokallaður sólskinsstundamælir við Löngumýri í Skagafirði en það gerðu starfsmenn Veðurstofunnar. Mælirinn er settur upp að tilstuðlan Skagfirðingsins Magnúsar Jónssonar, veðurfræðings og fyrrum Veðurstofustjóra. „Ástæða þess að hér er settur upp mælir er kannski aðallega forvitni mín á veðri og veðurfari í Skagafirði,“ sagði Magnús í spjalli við Feyki.
Meira

Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss

Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Meira

Kvennamót GÓS til minningar um Evu Hrund

Sunnudaginn 28. júlí ætlar Golfklúbburinn Ós að halda opið kvennamót til minningar um Evu Hrund á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós. Keppt verður í þremur flokkum í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið verður úr skorkortum viðstaddra í lokin. Mæting er klukkan 9:30 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 10:00. Mótsgjaldið er 5.000 krónur. Innifalið er vöfflukaffi að móti loknu.
Meira

Eftirminnilegir tónleikar með Jet Black Joe sem breyttust í ball

„Ég bý á Hvammstanga og vinn í Landsbankanum en þessa dagana er ég í sumarfríi og í hestaferð um báðar Húnavatnssýslurnar með góðum vinum – fátt sem toppar það,“ segir Halldór Sigfússon en hann ætlar þó ekki að missa af Eldi á Húnaþingi.
Meira

Rabb-a-babb 229: Helga Björg kírópraktor

Helga Björg Þórólfsdóttir er fædd árið 1989 dóttir þeirra heiðurshjóna Þórólfs Péturssonar frá Hjaltastöðum og Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum. Á Hjaltastöðum sleit Helga barnsskónum og nam svo líffræði áður en hún hélt til Banda-ríkjanna að læra kírópraktík. Við það hefur hún starfað síðan hún kom aftur til Íslands árið 2016.
Meira

Síðsumarsball í Árgarði 17. ágúst

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir Síðsumarsballi í Árgarði laugardaginn 17. ágúst frá kl. 21:00 - 01:00. Norðlensku molarnir leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 4000 kr. og allir eru velkomnir. Því miður þá er ekki posi en hægt að greiða með pening eða millifærslu á staðnum. 
Meira

Sögusetur íslenska hestsins hefur opnað á ný

Sögusetur íslenska hestsins, sem staðsett er á Hólum í Hjaltadal, opnaði dyr sínar fyrir gestum á ný um miðjan júní síðastliðinn. Setrinu var lokað fyrir um tveimur árum og ráðist í stefnumótunarstarf. Hægt er að skoða sýningar safnsins fram í miðjan ágúst en opnunartími þess er frá kl. 11-17 alla daga.
Meira

Einlæg ljósmyndasýning á Húnavöku

Ég er þeirrar skoðunar að list, þegar hún er persónuleg, sé meira grípandi og sýni tegund hugrekkis sem fáir kanna. Að segja nána sögu í gegnum listir krefst hugrekkis því ást okkar, minningar, vonir og draumar ættu ekki að vera til umræðu eða skoðunar. Að sýna ást okkar út á við er ákveðin traustsyfirlýsing.
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og sæt og góð hjónabandssæla

„Ég mun að öllum líkindum reyna að sækja sem flesta viðburði, ýmist með barnabörnum og eða með fjölskyldu og vinum, enda úr mörgum frábærum viðburðum að velja,“ segir Eydís Bára Jóhannsdóttir þegar Feykir platar hana til að svara hvað hún ætli að gera á Eldi í Húnaþingi.
Meira

Diskódísir eru í forsvari fyrir Eld í Húnaþingi 2024 sem hefst í dag

Íbúar í Húnaþingi vestra taka við kætikeflinu af vinum sínum í austrinu sem hafa nýlokið við að skemmta sér og sínum á Húnavöku. Nú er það Eldur í Húnaþingi sem tekur yfir, fær örugglega sólina lánaða, en dagskráin í Húnaþingi vestra hefst í dag, þriðjudaginn 23. júlí, og stendur fram til sunnudagsins 28. júlí. Það er búið að tilkeyra þessa hátíð og rúmlega það en 21 ár er síðan sú fyrsta fór fram 2003 og hefur verið haldin árlega síðan. Að þessu sinni eru það Diskódísirnar, vinkvennahópur í Húnaþingi, sem hafði veg og vanda af því að setja saman dagskrá DiskóElds í Húnaþingi.
Meira