Fréttir

„Viljum aðstoða fólk í gegnum allt sem fylgir því að greinast með krabbamein“

Um þessar mundir er að ljúka bleikum októbermánuði, en hann hefur undanfarin ár verið helgaður vitundarvakningu um krabbamein, meðal annars með sölu á Bleiku slaufunni og með því að lýsa byggingar með bleikum ljósum. María Reykdal sálfræðingur og garðyrkjubóndi á Starrastöðum í Skagafirði er starfsmaður Krabbameinsfélags Skagafjarðar. Feykir heimsótti hana í síðustu viku og spjallaði við hana um störf hennar og starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira

Gísli á Uppsölum heimsækir Blönduós og aukasýning á Hvammstanga

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum á Blönduósi. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal fyrir mánuði síðan og hefur farið víða síðan við einstaklega góðar viðtökur.
Meira

Kaffi með Nes-listamönnum

Á morgun, laugardaginn 29. október verður opið hús í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd frá klukkan 16 til 18. Þar ætla listamenn október mánaðar að sýna verk sín.
Meira

Hvert skal stefna?

Á morgun er kjördagur, á þeim degi nýtum við Íslendingar kosningarétt okkar til velja okkur forystu í ríkisstjórn. Við valið þurfum við að hafa í huga hvert skuli stefna.
Meira

Lýðræðisvæðum sjávarútveginn!

Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er "endurskoðun fiskveiðistjórnunar frá grunni og frelsi í sjávarútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi." Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir hér í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar makrílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna.
Meira

Lokun á Skagfirðingabraut við Árskóla

Um helgina, dagana 28. til 30. október, verður unnið að lagfæringum á hraðahindrun / gangbraut yfir Skagfirðingabraut við Árskóla á Sauðárkróki. Framkvæmdin er liður í uppsetningu gangbrautarljósa við gangbrautina. Af þeim sökum þarf að loka Skagfirðingabraut og hleypa umferð um Víðigrund á meðan eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu. Lokunin mun taka gildi eftir hádegi í dag, föstudag.
Meira

Draumaleikur Stólanna

Njarðvíkingar mættu til leiks í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og fengu óbliðar móttökur frá Tindastólsmönnum sem hreinlega kjöldrógu gestina fyrstu þrjá fjórðungana. Hver og einn einasti leikmaður Tindastóls var með sitt hlutverk á hreinu í kvöld en enginn skilaði sínu betur en Björgvin Hafþór sem hlýtur að hafa átt leik lífs síns. Það hreinlega gekk allt upp hjá kappanum. Staðan í hálfleik var 51-28 en lokatölur 100-72.
Meira

Opið lengur í dag hjá sýslumanni vegna utankjörfundar atkvæðagreiðslu

Líflegt hefur verið í utankjörfundar atkvæðagreiðslu hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna alþingiskosninganna og stefnir allt í að fleiri kjósi utan kjörfundar nú en í síðustu alþingiskosningum. Á Blönduósi hafa í dag 94 kosið en á Sauðárkróki 276.
Meira

Kjósendur eru sammála Dögun

Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þau sjónarmið Dögunar að vextir séu allt of háir í landinu. Mikill meirihluti kjósenda tekur undir þá kröfu Dögunar að leggja beri verðtrygginguna af og skipta verðbólguáhættu á milli fjármálafyrirtækja og skuldara.
Meira