Þúsund tonn þvegin á ári
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.11.2016
kl. 14.28
Ullarþvottastöð Ístex hefur verið staðsett á Blönduósi síðan árið 2004, þegar hún var flutt þangað frá Hveragerði. Er þetta eina ullarþvottastöð landsins og þar eru árlega þvegin um þúsund tonn af ull. Um helmingur ullarinnar fer í framleiðslu Ístex í Mosfellsbæ en helmingnum er skipað út frá Sauðárkróki og flutt til Bretlands, þar sem ullin fer meðal annars í gólfteppaframleiðslu. Feykir leit inn í Ullarþvottastöðina í síðustu viku og hitti fyrir þá Guðmund Svavarsson og Guðmann Jónasson.
Meira
