Fréttir

Þúsund tonn þvegin á ári

Ullarþvottastöð Ístex hefur verið staðsett á Blönduósi síðan árið 2004, þegar hún var flutt þangað frá Hveragerði. Er þetta eina ullarþvottastöð landsins og þar eru árlega þvegin um þúsund tonn af ull. Um helmingur ullarinnar fer í framleiðslu Ístex í Mosfellsbæ en helmingnum er skipað út frá Sauðárkróki og flutt til Bretlands, þar sem ullin fer meðal annars í gólfteppaframleiðslu. Feykir leit inn í Ullarþvottastöðina í síðustu viku og hitti fyrir þá Guðmund Svavarsson og Guðmann Jónasson.
Meira

Rekstri Kanínu ehf. verður hætt

Frumkvöðullinn Birgit Kositzke, sem stofnaði félagið Kanínu ehf. og hefur rekið það á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra hyggst á næstu vikum og mánuðum hætta rekstri félagsins. Í samtali við Bændablaðið segist Birgit rekstur af þessu tagi ekki ganga nema þolinmótt fé frá bönkum eða fjárfestum sé til staðar.
Meira

Örbirgð, einsemd, einelti

Áhrifamikil sýning í Félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöld, einleikurinn Gísli á Uppsölum. Frábær og hnitmiðaður flutningur, góðar umræður eftir sýninguna um örlög þessa einstaklings Gísla á Uppsölum, sem lenti í einelti strax í barnaskóla, missti af ástinni, fannst hann ekki geta brugðist móður sinni, lifði í vernduðu umhverfi allt sitt líf, lét hverjum degi nægja sína þjáningu, og lifði alla ævi í einsemd án nokkurra lífsgæða.
Meira

Ítreka mikilvægi þess að hefja framkvæmdi á Vatnsnesvegi strax á næsta ári

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var tekið fyrir bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem erindi frá því í júní í sumar, varðandi Vatnsnesveg, var svarað. Fram kemur að nýverið hafi verið samþykkt á Alþingi samgönguáætlun áranna 2015 – 2018 þar sem gert er ráð fyrir að byggð verði ný brú á Tjarnará og að framkvæmdir hefjist á árin u 2018. Áformað er að veita 200 milljónir til þeirrar framkvæmdar.
Meira

Fyrsta flokks ull á rúmar 700 krónur

Í sumar var auglýst í Bændablaðinu eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar og barst ein umsókn frá ÍSTEX hf. sem er reiðubúið til þess að uppfylla öll skilyrði verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar. Fyrirkomulag um greiðslur til bænda er þannig háttað að fjármunum til ullarnýtingar er ráðstafað að a.m.k. 85% til bænda og fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar
Meira

Minningar fólks fangaðar á Blönduósi

Miðvikudaginn 19. október kom fjögurra manna hópur á Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu á Blónduósi til að bera kennsl á myndir en fyrir þeirri uppákomu stóð Guðmundur Paul Jónsson en hann hefur umsjón með myndasafninu. Er þetta liður í átaki sem fellst í því að fanga minningar fólks áður en það er orðið um seinan.
Meira

Útstrikanir hafa ekki áhrif á störf Gunnars Braga

Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi segir það engin áhrif hafa á sín störf þó nafn hans hafi oftast verið strikað út af lista flokksins í nýliðnum alþingiskosningum. Hann segist munu áfram rækja þau störf af heilindum, ábyrgð og eins og samviska hans segir til um.
Meira

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Í dag, fimmtudag og á morgun, föstudag verða haldnir opnir dagar í Háskólanum á Akureyri. Þar gefst framhaldsskólanemum og öðrum gestum tækifæri á að kynna sér námið við skólann og spjalla við kennara og nemendur um námið. Einnig verður farið í gönguferðir um húsið.
Meira

Örvar lofthræddi í heimsókn í Skagafirði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Meira

Innan við 1% atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september sl. var innan við 1% á Norðurlandi vestra. Meðalfjöldi á atvinnuleysisskrá í landshlutanum var 30. Atvinnuleysi var umtalsvert hærra hjá konum eða 1,2% á móti 0,5% hjá körlum. Mest var atvinnuleysið í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem er jafnframt langfjölmennasta sveitarfélagið. Í Akrahreppi og Skagabyggð var ekkert skráð atvinnuleysi.
Meira