Fjörtíu prósent kjörsókn klukkan fjögur
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2016
kl. 16.43
Farið var af stað með fyrstu atkvæðin frá Sauðárkróki í Borgarnes klukkan fjögur í dag. Þá höfðu um 40% þeirra 2983 kjósenda sem eru á kjörskrá á Sauðárkróki kosið á kjörfundi í Bóknámshúsi FNV. Að sögn Hjalta Árnasonar, formanns yfirkjörstjórnar á Sauðárkróki, er kjörsókn frekar dræm miðað við síðustu kosningar.
Meira
